By Leifur Kristjansson
•
April 8, 2019
Fyrst þarf að velja vefkerfið sem þú vilt keyra síðuna þína á. Það fer aðalega eftir tæknilegu hæfileikum þínum hvað þú vilt velja, flestir fara í wix, squarespace eða eitthvað sambærilegt. Þessi eru oft valinn því þú getur togað og dregið hluti upp og niður. En þessi síða var smíðuð á duda.co, ég sá einhverja SEO snillinga nota það, svo ég nota það. Skulum ekki vera að flækja hlutina. Svo þegar þú ert búinn að velja vefkerfið þá þarftu að velja hýsinguna, wix, squarespace og duda.co. Sjá um það líka fyrir þig, en flóknari lausnir geta þurft hýsingarlausn (e. webhosting). Næst þarftu að ákveða þig hvernig þú vilt hafa síðuna, þetta skref kemur mögulega framfyrir þetta sem er fyrir ofan, en fyrir nýgræðinga er best að huga að því núna. Þú ert búinn að velja vefkerfi. Þau eru með template, og þú velur þér eitt af þeim. Templateið sem ég valdi var fyrir pípara en ég sníðaði það svo að þessu sem þú sérð í dag. Hversvegna valdi ég þetta template? Ég vildi hafa "contact form" eyðurblað... fyrir nýja viðskiptavini til að skilja eftir skilaboð efst og fremst á heimasíðunni. Það er rúmlega 10-50% af fólki sem vill hafa samband í gegnum "contact form" í staðinn fyrir símann, en eins og þið sjáið þá er bæði fremst á síðunni. Síminn og contact form. Þetta er það sem við gerum til að vonast til að fá sem flesta til að hafa samband. Á þann hátt sem þeim finnst þæginlegast. Logo'ið gerði ég sjálfur (Leifur) og vonandi verður það sígilt svo við þurfum ekki að eyða tíma í að breyta því í framtíðinni. Svo þegar þú ert kominn með template/skapalón til að byggja vefsíðuna þín eftir. Þá þarftu að fara huga að hvaða liti og efni þú ætlar að hafa á síðunni. Einning þarftu að huga hvaða þjónustu eða vöru þú ætlar að bjóða. (ef þú ert með vöru, þá mæli ég með shopify sem vefkerfi). Litirnir hjá mér í samræmi við nafnið og vörumerkið og efnið er í samræmi við reynsluna mína í markaðssettningu. (Reynt að kasta einhverju saman á met hraða á milli verkefna) Myndinn sem þú sérð á forsíðunni fékk ég kærustuna mína til að taka af mér í flýti. Skulum ekkert vera að stressa okkur yfir þessu. Lykil atriðinn er að sitja tíma í það sem skiptir máli. Stafsetningarvillur og fullkomna ljósmyndinn er ekki endilega að fara skipta jafn miklu máli og þú ímyndar þér. Hvað er varan eða þjónustan hjá onlime? það er ég, eins og er. Í framtíðinni ætluðum við að bjóða upp á retargetting pakka þar sem ég tengi vefsíður hjá fólki á alla mögulega retargetting möguleika. Þetta hefur sannað sig að auka söluna frá 10-80%. En eins og er þá er nóg í öðru að sinna og við erum ekki komnir með neina aðra þjónustu en bara ég á tímakaupi. Hvernig ætlar þú að hafa þetta? Hvað verður fyrsta varann hjá þér? -væri spenntur að vita ef einhver las þessa grein og þú. Já þú! kæri lesandi. Værir svo skemmtilegur til að senda mér þína hugmynd að vefsíðu þá væri það mjög gaman! sentu á Leifur (hjá) onlime.is Þegar þú ert búinn að sitja allt upp á vefsíðunni og hún er orðinn falleg!